Sýndarveruleiki óraðaðra lista

Punktar

Þegar fjórflokkurinn er búinn að hafa prófkjör eða forval, býður hann ekki fram óraðaða lista. Þeir eiga að færa prófkjörin til sjálfra kosninganna og tryggja takmörkun við aðild stuðningsmanna. Heimild í kosningalögum fyrir óraðaða lista væri bara í þágu hins nýja flokks búsáhaldabyltingarinnar. Hún snerist sumpart um lýðræði af þessu tagi. Fjórflokkurinn kærir sig ekki um slíkt lýðræði og vill ekki breytt kosningalög. Sjálfstæðisflokkurinn tekur á sig að bregða fæti fyrir þau, en stuðningsflokkar stjórnarinnar sleppa fyrir horn. Frumvarpið er sýndarveruleiki stjórnarflokkanna og Framsóknar.