All liðið er enn í boði

Punktar

All liðið er enn í boðiFékk kosningabækling Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi inn um lúguna í gær. Fékk létt áfall, þegar ég sá, að þingmennirnir eru allir í boði aftur. Ég heyri það sama um Björgvin á Suðurlandi, Kristján á Norðausturlandi. Í Reykjavík eru flokkseigendur búnir að skipta með sér þremur efstu sætunum. Eru kjósendur svo skyni skroppnir, að þeir láti bjóða sér allt sama liðið aftur? Þeir sem gerðu þjóðina gjaldþrota í sinnuleysi og hroka. Mér skilst, að liðið telji stjórnarslitin vera næga friðþægingu. En getur verið, að kjósendur muni í vor hafa gleymt ríkisstjórn Geirs og Samfylkingarinnar?