Fólkið og stefnan brugðust

Punktar

Fremstu frjálshyggjugaurar Sjálfstæðisflokksins töluðu gegn eftirliti. Pétur H. Blöndal. Birgir Ármannsson og Sigurður Kári Kristjánsson kölluðu það eftirlitsiðnað í háðungarskyni. Þeir trúðu þeirri kenningu frjálshyggjunnar, að auðhyggjan bæri í sér mátt til að leiðrétta kúrsinn. Trúbræður þeirra í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu voru sama sinnis. Þess vegna tók Davíð ekkert mark á aðvörunum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og norrænna seðlabanka í apríl 2008. Þessi trúarbrögð leiddu þjóðina út í hrunið. Það voru ekki bara frjálshyggjugaurarnir, sem brugðust, heldur frjálshyggju-ofsatrúin sjálf.