Ómar er þjóðargersemi

Punktar

Gott er, ef Íslandshreyfing Ómars Ragnarssonar semur við annað afl í pólitík um aðild að því. Ómar er þjóðargersemi, sem hefur meiri innsýn í náttúru og umhverfi en aðrir Íslendingar. Komið hefur í ljós, að hann selur samt ekki nógu vel til að komast einn síns liðs á þing. Á lista með öðru fólki getur salan hins vegar gengið vel. Gott er, að Samfylkingin taki við Ómari, því að gerðir flokksins í umhverfismálum hafa vægast ekki verið frambærilegar. Með Ómari innanborðs er líklegra að efndir verði í samræmi við loforð. En fari hann ekki fram, verða umhverfismál jafnt illa haldin hjá flokknum sem fyrr.