Jóhanna og Ingibjörg semja

Punktar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill áfram vera formaður Samfylkingarinnar. Vill hins vegar víkja fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur í sæti á lista flokksins. Sem þýðir væntanlega, að þær leiði hvor sinn lista. Ingibjörg vill, að Jóhannna verði forsætisráðherraefni flokksins eftir kosningarnar í vor. Enda er raunar óvíst, að Ingibjörg hafi styrk flokksmanna til að sækjast eftir því. Röðun á lista ráða þær ekki prívat og persónulega, prófkjörin ráða því. En samkomulag þeirra mun ráða ferðinni og er til þess fallið að efla fylgi flokksins. Er liður í, að Samfylkingin mæti með hreint borð til kosninga.