Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er afburða greindur stjórnmálamaður. Slíkum er stundum hætt við að líta niður á sitt nánasta umhverfi. Ingibjörg var ein af þeim, lokaðist inni í fílabeinsturni. Áttaði sig hvorki á hruninu né á eftirleiknum. Fjarvera hennar vegna veikinda kom losi á virka flokksmenn. Þeir studdu í hjarta sínu andófið. Tök Ingibjargar á flokknum brugðust örlagakvöldið 21. janúar í Þjóðleikhúskjallaranum. Þar fundaði Samfylkingin undir búsáhaldabarsmíðum og brennum og fór á taugum. Stjórnin féll, Jóhanna Sigurðardóttir tók við sem flokksstjóri og hefur til þess yfirburðafylgi.
