Ingibjörg Sólrún Gísladóttir neitar að hafa fengið meintar aðvaranir Davíðs. Samkvæmt því er eingöngu um samtöl hans og Geirs að ræða, þegar Davíð þykist hafa varað munnlega við hruninu. Á sama tíma og hann sagði skriflega, að allt væri í lagi með bankana. Þeim hershöfðingjum frjálshyggjunnar ber að vísu ekki saman um orðalag. En Geir viðurkennir með flóknu orðalagi, að einhver slík samtöl hafi átt sér stað. Ef þetta er rétt, hef ég haft Ingibjörgu Sólrúnu fyrir rangri sök. Hún ber bara sömu ábyrgð á hruninu og aðrir ráðherrar, en ekki sérstaka ábyrgð fyrir að hafa verið í náð Davíðs.
