Þetta er gamla Framsókn

Punktar

Áhugafólk um einangrun Sjálfstæðisflokksins á ekki að ímynda sér stuðning Framsóknar. Hún getur hallazt til hægri eftir kosningar, þótt hún hafi nú brosað til vinstri í nokkrar vikur. Stuðningur hennar við nýja ríkisstjórn er of dýru verði keyptur og verður dýrari með degi hverjum. Bezt er að rjúfa þing og boða til kosninga eftir sex vikur. Þá verður kosið um ríkisstjórn og seðlabanka. Augljósar rakatætlur Höskuldar Þráinssonar verða fólki í fersku minni. Það hefur séð og heyrt, að hann er ekki frambærilegur. Framsókn mun líða fyrir, að gamalt já-já-og-nei-nei eðli hennar kom óþægilega í ljós.