Gylfi Magnússon hefur slegið í gegn sem ráðherra. Hann talar mál, sem fólk skilur. Sem er óvenjulegt með mann, sem kemur úr háskólakennslu. Fólk trúir því líka, að hann sé að reyna að gera sitt bezta. Það áttar sig á, að kominn er til skjalanna maður, sem ekki reynir að ljúga í síbylju. Sem ekki miðar orð sín eingöngu við að sefa reiði fólks á líðandi stund. Hann er alger andstæða við forvera sinn, Björgvin Sigurðsson, sem talaði tóma froðu út í eitt. Skynsamleg stjórnsýsla Gylfa á mikinn þátt í að skapa gott veður um nýja ríkisstjórn. Tími ópólitískra fagráðherra er risinn.
