Við líkjumst Harry prins

Punktar

Harry prins er enn í fréttum, lærir aldrei neitt. Notaði kynþáttaníð um félaga í hernum. Áður frægur fyrir hakakrossaveizlu, slagsmál við myndara og endalaus vandræði. Vandi hans er sami og annarra Windsora, fáheyrð heimska. Við þekkjum hana frá föðurnum, Karli krónprins, sem sendir blöðum bréf með furðutexta. Brezka kóngafjölskyldan býr við innræktaða vangefni, svipaða og Íslendingar. Við erum líka innræktuð, frændur í níu liði hið minnsta. Eins og Harry getum við ekki lært af illri reynslu. Enn styðja 20% þjóðarinnar Sjálfstæðið og 30% Samfylkinguna. Þrátt fyrir atburði síðustu mánaða.