Loddarar eru allir þingmenn Samfylkingarinnar. Ójafnaðarflokknum tókst að bjarga forréttindum þingmanna fyrir horn í dag. Samfylkingin felldi tillögu um, að eftirlaun þeirra yrðu hin sömu og opinberra starfsmanna. Í staðinn samþykkti krataflokkurinn að framlengja ósómann til sumars og sumt af honum varanlega. Þetta er það, sem við er að búast af Samfylkingunni. Hún hefur stimplað sig inn sem hægri sinnaður ofsatrúarflokkur. Til marks um það telur hún ekki svara kostnaði að skattleggja ríkt fólk eins og fátæklinga. Hún neitaði að hækka fjármagnstekjuskatt til jafns við launatekjuskatt.
