Seðlabankinn þarf ekki að verja gengið. Það á bara að finna sig sjálft eins og hjá öðrum myntum. Við vitum, hvert krónugengið er. Í dag kostar evran 240 krónur hjá evrópska seðlabankanum. Það er rétt gengi, ekki það sem Davíð Oddsson gefur út. Þegar krónunni verður aftur siglt á flot, skiptir máli, að hún sökkvi ekki, heldur fljóti. Þá þarf gengið að vera raunsætt. Við skulum reikna með, að tölurnar séu næstum réttar hjá evrópska seðlabankanum. Ef Seðlabanki Davíðs reynir að verja gengið, græða spákaupmenn og lánin frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum gufa upp. Við höfum ekki ráð á slíkum mistökum.
