Alltaf hefur verið fyrsta regla og síðasta Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, að ríki verði að endurgreiða skuldir með vöxtum. Nú vill sjóðurinn, að Bretum verði greitt samkvæmt brezkum skilningi, en ekki íslenzkum. Auðvitað vill ríkisstjórnin ekki gera það, því að hún fellur um leið. Á þessu hefur sjóðurinn áttað sig og því frestar hann að veita Íslandi lán. Á sama tíma hefur Ungverjaland fengið lán án frestunar. Hnútur Íslands er, að ríkið getur ekki í senn greitt brezkar skuldir Bjögga-bankans og væntanlega skuld við sjóðinn. Íslenzka gjaldþrotið er bara of stórt miðað við fólksfjölda.
