Ég er í vondum félagsskap. Meirihluti þeirra, sem ég hitti eða heyri, eru stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins. Sameiginlegt með þeim er, að þeim finnst himinninn hafa hrunið og skilja það ekki. Þeir eru flestir rosalega reiðir út í Nató frænda. Reiðari út í hann en innlendu vargana. Vilja nota Rússa til að hefna sín. Ég skil ekki hvers vegna. Reyna að finna sökudólga í erlendum þætti kreppunnar. Eru sannfærðir um, að enginn hafi getað séð fyrir íslenzka hrunið. Þótt bjöllur hafi hringt úti um allt. Telja í lagi, að brunaliðið sé skipað sjálfum brennuvörgunum úr Sjálfstæðisflokknum.
