Þjóðhetjan Gordon Brown

Punktar

Sá misskilningur er uppi sums staðar í blogginu, að Gordon Brown hafi tapað á að tuddast við Ísland. Þvert á móti hefur vegur hans aukizt við að stela peningum af Íslandi. Bretar telja hann gæta hagsmuna sinna í vondum heimi. Þar á ofan þakkar hann sér að hafa fengið Evrópuríki til að kaupa sig inn í gjaldþrota banka. Í augum venjulegs Breta er Brown þjóðhetja og Íslendingar glæponar. Bara fámennur minnihluti skilur sjónarmið okkar.