Baldur McQueen er einn bezti bloggari landsins. Í gær gerði hann grín að mesta gasprara alþingis. Bjarni Harðarson sagði 16.sept, að notkun evru nú mundi hafa verið hræðileg: “Kreppan, sem skall á í vetur leið, hefði kallað fram hrinu gjaldþrota, verulegt atvinnuleysi og næsta víst að einhver bankanna væri þá farinn veg allra vega. Sem og orðspor okkar og traust í alþjóðlegu fjármálaumhverfi.” Bjarni var að tala um evruna, ekki dásamlegu krónuna. Baldur bendir á, að krónan sé þriðji lélegasti af 179 gjaldmiðlum heims. Aðeins zimbabveski dalurinn og túrkmeníski manatinn séu verri.
