Pólitískir bloggarar hafa öðlast viðurkenningu í Bandaríkjunum. Hundruð hyggjast sækja flokksþing demókrata í þessari viku og repúblikana í næstu viku. Demókratar hafa reist risavaxið tjald, áfast þinghúsinu. Þar hafa bloggarar vinnuaðstöðu og netsamband. Hver þeirra borgar hundrað dollara fyrir aðgangskortið. Margir spunameistarar ætla aðeins að spinna í tjaldinu til að reyna að hafa áhrif á bloggarana. Spunameistararnir átta sig á, að bloggarar birta sögu þingsins frá einni mínútu til annarrar, en fréttir birtast bara einu sinni á dag í sjónvarpinu. Bloggbyltingin skríður fram.
