9. Marokkó – Fez

Borgarrölt
Fez Palais Jamai hotel 2

Fez séð frá Palais Jamai hóteli

Fez

Frá Volubilis eru 80 km. til Fez, sem er frægust fyrir gamla miðbæinn, Fez el Bali, sem er á heimsminjaskrá Unesco. Minni medínan, Fez el Jedid, er líka áhugaverð.

Fez er ein af hinum frægu konungsborgum landsins, var höfuðborg landsins fram til 1925, þegar Rabat tók við. Ekki missa af gullnu hliði konungshallarinnar.

Al-Qarawiyyin moskan og madrasan er elzta starfandi moska heimsins, frá 859.

Næstu skref
Fez Royal Palace

Hlið konungshallarinnar í Fez