9. Forna Róm – Basilica Maxentia

Borgarrölt

Basilica Maxentia, Roma

Basilica Maxentia

Arco di Tito, Roma

Arco di Tito

Við göngum framhjá leifunum af hringlaga hofi Romulusar, ekki stofnanda Rómar, heldur sonar Maxentiusar keisara, og beygjum til vinstri að byrðu Maxentiusar og Constantinusar.

Basilica Maxentia e Constantina var reist að mestu 308-312 á vegum Maxentiusar keisara, en fullgerð á vegum Constantinusar keisara. Hún stendur enn að nokkru, gnæfir yfir rústum Rómartorgs og ber vitni um frábæra snilld Rómverja í hvelfingagerð. Þetta var síðasta byrða fornaldar, þriggja skipa og svipuð að flatarmáli og Júlíu- og Emilíubyrður, en voldugri á hæðina. Svipuð tækni var notuð við byggingu hennar og við gerð hinna frægu baðhúsa keisaraaldar.

Arco di Tito

Via Sacra liggur upp að Titusarboga, sem stendur á þrepi, þar sem vegi hallar til beggja átta, til Forum Romanum og til Colosseum. Sigurboginn er í mælirænum hlutföllum og fagurlega skreyttur, reistur árið 81 til minningar um sigra hinna keisaralegu feðga, Vespanianusar og Titusar, á Gyðingum.

Næstu skref