8. Austurborgin – St Nicolaaskerk

Borgarrölt
St. Nicolaas & Oudezidjs Voorburgwal, Amsterdam

St. Nicolaas & Oudezidjs Voorburgwal

Við göngum eftir Prins Hendrikkade framhjá St Nicolaaskerk, höfuðkirkju kaþólikka, um það bil 100 ára gamalli. Nicolaas þessi er verndardýrlingur sjómanna og barna. Samkvæmt siðvenju í Amsterdam kemur hvítskeggjaður náungi í rauðri biskupsskikkju til borgarinnar í lok nóvember á hverju ári. Hann heitir S
interklaas og heimsækir borgarstjórann til að kynna sér, hvort borgarbörnin hafi hegðað sér nógu vel til að fá gjafir.

Þannig varð St Nicolaas að Sinterklas og síðan að Sankti-Kláusi eða þeim jólasveini, sem breiðzt hefur út um allan heim, einmitt frá Amsterdam. Og þetta er kirkjan hans.

Næstu skref