Diamond Row

Channel Gardens, Rockefeller Center
Við höldum áfram norður 5th Street. Við beygjum til vinstri inn í 47th Street. Kaflinn milli 5th Avenue og 6th er kallaður Diamond Row, af því að þar eru gimsteinsalar í röðum. 80% allrar heildsölu skartgripa í Bandaríkjunum fara fr
am á þessum hundrað metrum.
Heildsalan fer fram í bakhúsum og á efri hæðum, en smásalan við götuna. Sumir kaupmennirnir eru með gimsteinana í vösunum og gera út um viðskiptin úti á gangstétt. Þau eru handsöluð án þess að peningar sjáist fara á milli.
Channel Gardens
Við förum áfram 5th Avenue framhjá mörgum söluskrifstofum flugfélaga og vaxandi fjölda frægra tízkubúða.

Rockefeller Center
Milli 49th og 50th Streets, andspænis tízkuverzluninni Saks, förum við til vinstri inn í Channel Gardens, þar sem söluskrifstofa Flugleiða var lengi á vinstri hönd. Channel Gardens er notaleg gróðrar- og lækjarbunuvin í stál- og glerfrumskógi miðborgarinnar, kjörinn staður til að mæla sér mót. Þetta er eins konar Austurvöllur borgarinnar, því að þar er sett upp jólatré borgarinnar.
Rockefeller Center
Framundan er Rockefeller Plaza á lægra gólfi, þar sem skautað er að vetrarlagi og drukkið kaffi á sumrin. Yfir torginu vakir gullhúðuð bronzstytta af Prómeþeifi.
Þetta er miðja Rockefeller Center, sem aftur á móti er af mörgum talin vera miðja New York. Turnarnir við torgið voru reistir í Art Decco stíl árin fyrir síðari heimsstyrjöldina. Þeir eru tengdir saman neðanjarðar um Rockefeller Plaza. Þar niðri eru verzlanir og veitingahús á fjörlegu neðanjarðarsvæði.
Tignarlegastur turnanna í Rockefeller Center er RCA-höllin, sem gnæfir í 70 hæðir yfir torginu. Þar uppi er ágætt útsýni frá þaksvölunum. Að baki RCA-hallarinnar er Radio City Music Hall, stærsta tónlistarhöll heims, með sætum fyrir 6.000 manns.
