7. Jaipur – Amber Fort

Borgarrölt
Jaipur Amber PalJas Mandir 2

Jai Mandir höllin í Amber Fort

Amber Fort

Í nágrenni Jaipur er Amber Fort uppi á fjallstindi. Þangað kemstu á fílsbaki eftir krókóttum römpum. Hallirnar eru á fjórum þyrpingum úr sandsteini og marmara, byggðar á ýmsum tímum, allt frá 1036. Aðalinngangur er um Suraj Pole, sólarhliðið.

Virkishöllin er á heimsminjaskrá Unesco.

Ganesh Pol

Jaipur Amber Palace Diwan i Am

Diwan-i-Aam

Ganesh Pol er inngangurinn að einkahöll konungs, þriggja hæða höll, þar sem hirðin horfði á hersýningar á torginu fyrir utan. Efsta hæð inngangsins var fyrir hirðkonurnar.

Diwan-i-Aam

Fyrir innan Ganesh Pol er áheyrnarsalur konungs, þangað sem almenningur gat komið til að flytja kvartanir og önnur erindi. Þetta er upphækkaður súlnasalur með 27 súlnaröðum.

Jai Mandir

Jaipur Amber PalJas Mandir

Jai Mandir speglaverk

Í næsta hólfi hallanna í virkinu er höllin Jai Mandir eða Sheesh Mahal með miklu og margvíslega lituðu speglaverki.

Andspænis Jai Mandir er Sukh Mahal loftkælingarhöllin, sem notar vatn og vind til að kæla mannskapinn.

Kesar Kyari

Við förum aftur á fílsbaki niður rampana að stöðuvatninu Maota.

Blómagarður hallarinnar er Kesar Kyari í stöðuvatninu Maota fyrir neðan höllina.

Næstu skref