7. Dublin – Christ Church

Borgarrölt

Dublinia

Við förum frá vesturstafni dómkirkjunnar norður eftir Patrick Street og Nicholas Street og áfram niður Winetavern Street undir fíngerða húsbrú milli kirkjuþinghúss og  Christ Church, alls um 300 metra leið. Handan brúarinnar beygjum við til vinstri að inngangi safnsins Dublinia í kirkjuþinghúsinu frá áttunda tug 19. aldar.

Christ Church, Dublin

Christ Church

Dublinia er margmiðlunarkynning í máli og myndum á miðaldalífi í Dublin frá innrás Normanna 1170 og fram til 1540. Reynt er að sýna raunsæja mynd af iðnaðarmönnum og aðalsmönnum þess tíma, að hluta til leikin og sýnd á sjónvarpsskjám, með lykt og öllu. Í aðalsal er stórt líkan af Dublin miðalda, baðað kastljósum í samræmi við ítarlega lýsingu af segulbandi. Aðgangur kostar £4 og felur líka í sér aðgang að Christ Church dómkirkjunni.

Áður var hér sýning af Dublin víkingaaldar. Þeirri sýni
ngu hefur verið lokað og verður hún væntanlega opnuð aftur í nágrenninu, sennilega í tengslum við endurnýjun götunnar Temple Bar.

Christ Church

Við förum um húsbrúna úr safninu inn í dómkirkjuna.

Christ Church er ein elzta kirkja borgarinnar, reist 1230 í blöndu af síðrómönskum og gotneskum stíl, en verulega breytt árið 1875. Norðurveggur kirkjuskipsins ásamt svifsteigum, þverskipin og vesturhluti kórsins eru upprunaleg.

Farið er út úr kirkjunni um glæsilegar suðurdyr í síðrómönskum stíl. Þar fyrir utan sjást leifar bænhúss frá 1230.

Þar sem Christ Church er núna, var áður timburkirkja víkinga frá 1038.

Villimenn borgarstjórnarinnar í Dublin létu fyrir nokkrum árum reisa ógnvekjandi borgarskrifstofur ofan á minjum víkingaaldar norðan við Christ Church og eyðilögðu við það tækifæri nokkuð af elzta hluta borgarinnar.

Næstu skref