60 milljarða auðlindarenta

Punktar

Sé ekki glóru í rekstri á þjóðarauðlind með sultarlaunum starfsliðs. Hér eykst ferðaþjónusta um 20% á ári. Samt vill hún greiða sultarlaun, helzt undir kjarasamningum og jafnvel með erlendu þrælahaldi. Tafarlaust þarf að setja þar upp auðlindarentu eins og í annarri leigu þjóðarauðlinda, fiskveiðum og orkuöflun. Einnig setja upp alvöru eftirlit með þeim, sem vilja velta sér upp úr þjóðarauðlindum. Eigum að fá alvörukaup fyrir vinnu plús 20 milljarða á ári í rentu af hverri hinna þriggja greina, fiskveiðum, orku og ferðaþjónustu. Þá er ég ekki að tala um skatt og þjónustugjöld, heldur rentu af auðlindaleigu.