6. Vicenza – Duomo

Borgarrölt
Duomo, Vicenza

Duomo

Ef við höfum tíma, getum við gengið frá suðvesturenda basilíkunnar um Calle Muscheria og Contrà Garibaldi tæplega 200 metra leið að dómkirkjunni, Duomo.

Kirkjukórinn, sem snýr að torginu, er upprunalegur, sem og útveggir kirkjunnar. Að öðru leyti skemmdist dómkirkjan mikið í síðari heimsstyrjöldinni.

Frá dómkirkjutorginu göngum við norðvestur Via Battisti rúmlega 100 metra leið og beygjum til hægri í Corso Andrea Palladio. Á norðurhorni gatnamótanna er Palazzo Valmarana, ein af höllum Palladio, frá 1566. Síðan förum við Corso Andrea Palladio til norðausturs 600 metra leið til Piazza Matteotti, þar sem er bílastæðið okkar. 

Og þá er Verona næst á dagskrá.

Næstu skref