6. Miðbær vestri – Piazza di Pasquino

Borgarrölt

Piazza di Pasquino

Pasquino, Roma

Pasquino

Við snúum til baka eftir Corso Vittorio Emanuele II, framhjá sveigðri framhlið Palazzo Massimo, frá 1527-1536 eftir Baldassarre Peruzzi, að torginu Piazza San Pantaleo, þar sem Palazzo Braschi er við enda torgsins, þar sem Rómarsafn er til húsa.

Héðan eru aðeins nokkrir metrar inn að Piazza Navona og við getum vel skotizt eftir Via Cuccagna til að líta á torgið. Að öðrum kosti förum við frá torginu eftir Via di San Pantaleo til Piazza di Pasquino. Þar á horninu er illa farin stytta, sem sennilega er frá 3. öld f.Kr.

Almenningur kallaði styttuna Pasquino eftir berorðum skraddara, sem frægur er í Rómarsögu fyrir gróft umtal um fína fólkið. Á nóttunni hengdu menn á styttuna háð og spott, skammir og svívirðingar, áróður og auglýsingar, sem um morguninn fóru eins og eldur í sinu um borgina. Þetta var öldum saman ritfrelsishorn Rómar.

Næstu skref