6. Markúsartorg – Di Tetrarci

Borgarrölt
Di Tetrarchi, San Marco, Feneyjar

Di Tetrarchi, San Marco

Eftir að hafa skoðað fjársjóðastofuna förum við niður tröppurnar aftur og höldum út á torgið. Við förum til vinstri suður fyrir kirkjuna.

Á miðri þeirri hlið er lágmynd á kirkjuhorni af rómversku fjórkeisurunum.

Fræg lágmynd úr dílagrjóti, sem talin er sýna fjórkeisarana Díókletíanus, Maximíanus, Galeríus og Konstantíus, sem stjórnuðu Rómarveldi í lok þriðju aldar. Faðmlög þeirra eru hugnæm og í samræmi við raunveruleikann, því að þeir stóðu saman um stjórn ríkisins.

Næstu skref