6. Íslendingaslóðir – Nationalmuseet

Borgarrölt
Nationalmuseet, København

Nationalmuseet

Við göngum áfram sömu leið og rakin er í fremri leiðarlýsingu og förum yfir Marmarabrú eftir Nýju Vesturgötu að danska þjóðminjasafninu, sem hefur að geyma fjölda íslenzkra forngripa. Þar eru íslenzkir kaleikar, víravirki, útskurður, drykkjarhorn, mítur, klæði, annar Grundarstóllinn og stóll Ara Jónssonar lögmanns, svo eitthvað sé nefnt.

Í framhaldi af Nýju Vesturgötu er Dantes Plads, þar sem er til húsa sendiráð Íslands.

Ef við förum kringum þjóðminjasafnið og göngum Stormgötu í átt til síkis, sjáum við, að hluti safnsins nær yfir Stormgötu 5, þar sem áður var hús áðurnefnds Jóns Eiríkssonar, deildarstjóra í rentukammeri, meðdómara í hæstarétti og yfirmanns Konunglegu bókhlöðunnar. Jóni varð enn kaldara en Grími konungsmönnum hjá, því að hann hvarf á Löngubrú, saddur valdatafls.

Neðst við Stormgötu, rétt við síkið, var einu sinni kráin Kristín doktor, þar sem Jón Indíafari lenti í barsmíðum og þar sem Halldór Laxness lætur Jón Marteinsson sitja að drykkju með Jóni Hreggviðssyni

Næstu skref