6. Inngangur – Gondólar

Borgarrölt
Gondólar, Feneyjar

Gondólar við Harry’s Bar

Gondólar

Gondólar eru eitt helzta einkennistákn Feneyja, smíðaðir í 1000 ára gömlum stíl, breiðari öðrum megin til að vega upp á móti einni ár. Gondólarnir eru allir svartir, 11 metra langir, vandlega smíðaðir úr níu viðartegundum og kosta yfir eina milljón króna hver. Þegar þeir voru helzta samgöngutæki borgarinnar, voru þeir um 10.000, en núna eru þeir 400.

Þegar Feneyjar urðu ferðamannaborg, breyttust gondólarnir úr hversdagslegu samgöngutæki yfir í rómantískan unað, þar sem ræðarinn söng aríur fyrir ástfangin farþegapör. Þriðja stigið kom svo með japönskum ferðamönnum, sem fara fjölmennir saman í gondólum um Canal Grande og hafa með sér harmoníkuleikara og aríusöngvara. Sú er helzt notkun gondóla nú á tímum.

Kjötkveðjuhátíð

Karnívalið í Feneyjum er elzta og sögufrægasta kjötkveðjuhátíð heims og hófst á 11. öld. Framan af var það tveggja mánaða veizla, en stendur núna í tíu daga fyrir föstubyrjun í febrúar. Fólk klæðist grímubúningum, fer í skrúðgöngur og reynir að sleppa fram af sér taumunum. Margir búningarnir eru stórkostlegir og grímurnar eru ein helzta ferðamannavara borgarinnar.

Sjá meira