6. Egyptaland – Cairo – moskurnar

Borgarrölt
Sultan Hassan moska Cairo

Sultan Hassan moskan vinstra megin, Al-Rifa’i moskan hægra megin

Moskurnar

Mohamed Ali moska Cairo, Egypt

Muhamed Ali moskan efst á hæð Cairo-virkisins

Muhamed Ali moskan, Al-Rifa’i moskan og Sultan Hassan moskan eru þekktustu moskur miðborgarinnar. Tvær þær síðari eru samhliða undir Cairo-virkinu og sú fyrstnefnda er uppi í virkinu. Þannig að þægilegt er að skoða þær allar í einum pakka.

Muhamed Ali moskan frá 1830 er efst á hæð Cairo-virkisins og þess vegna sýnilegasta moska borgarinnar. Hönnuð af tyrkneskum arkitekt í tyrkneskum stíl. Sjálft Cairo-virkið var reist á vegum Saladíns 1176 til varnar gegn krossförum.

Al-Rifa’i moskan frá 1869 er greftrunarstaður egypzkra kónga, meðal annars þess síðasta, Farouk. (hægra megin)

Sultan Hassan moskan frá 1361 er merkust þessara moska, enda miklu eldri. Hún er ein stærsta moska heimsins og er í senn moska og madrassa, kennslustofnun. (vinstra megin)

Næstu skref