Ég hef safnað ferðaleiðum af kortum og sett upp í GPS-staðsetningarkerfi, sem ég ætla að setja frítt á vefinn í haust. Flestar leiðanna [routes] eru á gömlu herforingjaráðskortunum og sýna samgöngur landsins fyrir öld. Ég hef reynt að gefa þetta Landssambandi hestamanna, en áhugi þar er svo lítill, að málið gleymist sífellt. Ég hef ekki farið og staðfest með GPS-ferlum [tracks] nema 56 leiðir eða 10%. Það tæki mig 50 ár að klára það. Ef einhver hefur tekið saman ferðaferla sína, er hann því beðinn um að senda þá til jonas@hestur.is. Ég mun segja, hver safnaði hvaða leið.
