50% smotteríið

Punktar

Komið er í ljós, að „smotteríið“, breytingin á frumvarpi um skipulag flugvalla, var meira en 50% breyting. Er róttækt dæmi um fúlt newspeak, sem einkennt hefur núverandi kjörtímabil Framsóknar og Sjálfstæðis. Menn segja bara eitthvað út í loftið og elska mest að segja, að svart sé hvítt. Þú kynnir ekki 50% breytingu á frumvarpi og rífur það síðan úr umræðunni tíu mínútum síðar. Það er meira en dónaskapur Vigdísar, það er gerræði Höskuldar. Eftir svona vinnubrögð verður þjóðin að kasta út þessum illa innrættu bófum og bjánum. Hafa gert íslenzkt lýðræði að skrípaleik. Kannanir sýna líka, að gerræði fer illa í almenning.