5. Suðvesturborgin – Begijnhof

Borgarrölt
Elzta íbúðarhúsið, Begijnhof, Amsterdam

Elzta íbúðarhús borgarinnar, Begijnhof

Ferðamenn koma lítt við hér, enda eru dyrnar að Begijnhof ekki áberandi. En þetta er einmitt ánægjulegur hvíldarstaður frá hávaða, þrengslum og mannhafi umhverfisins. Sérstaklega er notalegt að koma hingað á sunnudagsmorgnum, þegar orgeltónarnir hljóma úr kirkjunum. Ef Shangri La er einhvers staðar, þá er það hér.

Kirkjan á flötinni er mótmælenda, kölluð Enska kirkja. Andspænis henni er kaþólska kirkjan felld inn í húsaröðina, á nr. 31. Hún er hin raunverulega kirkja Begijnen, kristilegu kvennanna.

Rétt vinstra megin við kaþólsku kirkjuna er elzta íbúðarhús borgarinnar, timburhús frá 1478, meira en 500 ára gamalt. Það er eins gamalt og hálf Íslandssagan. Í skotinu að baki hússins eru nokkrir húsmerkingarsteinar eins og þeir, sem áður hefur verið lýst.

 

Næstu skref