6. Sjáland – Járnaldarþorpið

Borgarrölt
Lejre jernældertorp, Sjælland

Lejre jernældertorp

Lejre

Ef við höfum enn tíma og þol, þegar við yfirgefum Hróarskeldu, gæti verið gaman að koma við í Lejre til að skoða járnaldarþorp, sem þar hefur verið endurreist í fornleifarannsóknastöð. En þorpið er því miður aðeins opið til 17, svo að við kunnum að vera orðin of sein fyrir, ef við höfum kosið eins dags ferðina.

Til að finna Lejre förum við A1 til suðurs frá Hróarskeldu og komum brátt að vegvísi til staðarins. Þetta er um fimmtán mínútna leið. Að öðrum kosti förum við A1 í hina áttina og eigum þá ekki nema rúmlega hálftíma ferð á greiðri hraðbraut til Kaupmannahafnar.

Dragør, Sjælland

Dragør

Þar ljúkum við þessari snöggu ferð um hina eiginlegu Danmörku utan stórborgarinnar. Við höfum kynnzt landslagi Danmerkur, þorpum hennar og höllum á eins fljótlegan hátt og mögulegt er.

Drageyri

Svo er líka til í dæminu, að við höfum ekki einu sinni heilan dag til umráða. Þá er heppilegast að fara til Drageyrar (Dragør) úti á Amager. Það er syfjulegt sjávarpláss í nágrenni Kastrup-flugvallar, með gömlum, rómantískum húsum og þröngum göngugötum, stofnað af hollenzkum innflytjendum á fyrri hluta 16. aldar.

Næstu skref