5. Sevilla – Santa Cruz

Borgarrölt

Santa Cruz

Plaza Dona Elvira, Sevilla

Plaza Dona Elvira, Santa Cruz

Hverfið austan við dómkirkjuna og kastalann heitir Santa Cruz. Það var gyðingahverfi á miðöldum, en varð á 17. öld að hverfi aðalsfólks. Enn er það hverfi efnafólks, með vel varðveittum húsum, friðsælum forgörðum og þröngum sundum, sem bílar komast ekki um. Þar eru ótalmörg kaffihús, barir og veitingahús, einkum við torgin Dona Elvira, Venerables Sacerdotes og Santa Cruz, þar sem er stytta af Don Juan.

Andalúsía

Santa Cruz, Sevilla

Santa Cruz

Þótt flestir íslenzkir ferðamenn leggi leið sína til Andalúsí
u, þekkja færri hina raunverulegu Andalúsíu að baki fjallanna við ströndina. Þar eru hinar sögufrægu borgir, sem við ætlum að heimsækja í þessum kafla. Þetta er land endalauss sólskins og letilífs, veizluhalda og sönglistar. Þetta er land nautaats og flamenco-dansa, sítróna og sérrís. Fegursti og þægilegasti tíminn í Andalúsíu er í marz-apríl og september-októ
ber.

Héðan kemur súpan gazpacho, köld tómatsúpa með olíu og ediki, hráum hvítlauk og lauk og oft með brauðmolum, framreidd í ótal tilbrigðum. Héðan kemur ískældi svaladrykkurinn sangría, sem felur í sér rauðvín, gos, ávaxtasafa og koníakstár.
Hið upprunalega sérrí kemur frá Andalúsíu. Bezta sérríð er svokallað fino, skraufaþurrt og ljóst og veikt. Það hæfir betur en nokkuð annað
áfengi sem fordrykkur á undan mat, því að það örvar bragðlaukana, en deyfir þá ekki eins og hanastél gera yfirleitt. Ekta amontillado er dekkra og þyngra sérrí, sem gott er að drekka eftir mat.

Við ímyndum okkur, að við séum stödd á Costa del Sol, t. d. í Torremolinos. Við erum orðin þreytt á sandi og sólskini og höfum tekið bílaleigubíl, sem við ætlum að aka til frægðarborga Andalúsíu. Leið okkar liggur um Ronda, Arcos de la Frontera, Sevilla, Córdoba, Granada og Malaga, þar sem við erum aftur komin niður á ströndina.

Milli Torremolinos og Ronda eru 84 kílómetrar, milli Ronda og Arcos 86 kílómetrar, milli Arcos og Sevilla 91 kílómetri, milli Sevilla og Córdoba 143 kílómetrar, milli Córdoba og Granada 166 kílómetrar, milli Granada og Malaga 127 kílómetrar og milli Malaga og Torremolinos 14 kílómetrar. Fyrsti viðkomustaður er Ronda.

Næstu skref