5. Norðvesturborgin – Anne Frank huis

Borgarrölt
Anne Frank huis, Amsterdam 2

Anne Frank huis, bókaskápurinn sem huldi leyniíbúðina.

Við göngum hinn bakka Egelantiersgracht út að Prinsengracht og förum þar yfir næstu brú. Þar komum við á vinstri bakkanum að Anne Frank Huis á Prinsengracht 263. Það er opið 9-17, sunnudaga 10-17.

Hér bjó Anna Frank með sjö ððrum gyðingum í felum frá 1942 og þangað til þau voru svikin í hendur nazista í ágúst 1944. Hér skrifaði Anna dagbókin
a, sem hefur öðlazt heimsfrægð. Hér sjáum við bókaskápinn, sem var um leið hurð að felustað flóttafólksins.

Við sjáum einnig blaðaúrklippurnar, sem 13 ára stúlkan límdi á vegginn fyrir ofan rúmið sitt. Þar er mynd af Deanna Durbin og Margréti Bretaprinsessu. Fyrir tilviljun fannst þetta allt og þar á meðal dagbókin.

Lesendur fjögurra milljón eintaka af dagbók Önnu Frank geta hér endurlifað bókina á dramatískan hátt. Íslenzkir lesendur geta glaðzt yfir, að íslenzka útgáfan er þar til sýnis með öðrum útgáfum bókarinnar. Þetta er án efa eitt af allra merkustu söfnum borgarinnar.

Næstu skref