5. Dorsoduro – Vittore Carpaccio

Borgarrölt
Accademia: Carpaccio, Feneyjar

Accademia: Carpaccio

Við staðnæmumst hér einkum við verk eftir snemm-endurreisnarmanninn Carpaccio, síð-endurreisnarmanninn Tintoretto og hlaðstílsmanninn Veronese. Við tökum þá í tímaröð.

Carpaccio var uppi 1486-1525, kom sem málari í kjölfar Bellini-feðga, notaði skarpa teikningu og milda liti, svo og mikla nákvæmni í útfærslu. Málverkið í safninu frá Canal Grande hefur mikið sagnfræðilegt gildi fyrir utan það listræna, því að hann málaði meira að segja texta skiltanna á húsunum nákvæmlega. Þar má líka sjá Rialto-brú eins og hún var á blómaskeiði Feneyja.

Verk hans má meðal annars einnig sjá í safninu í Ca’d’Oro og í Museo Correr.

Næstu skref