5. Danmörk – Fåborg

Borgarrölt
Falsled Kro, Fyn

Falsled Kro

Fjón

Ef við komum með seinni ferjunni, látum við skoðun Fåborg bíða til síðdegis og ökum greiða leið til Faldsled, 10 km lengra eftir veginum til Assens. Þar bíður okkar eina listamáltíðin á allri leiðinni frá Kaupmannahöfn til Árósa.

Faldsled kro, sími (09) 68 11 11, í fjarlægari enda þorpsins, er bæði hótel og veitingastaður, einn hinn bezti í landinu. Þar var franskur kokkur og sennilega bezti vínlisti landsins. Þetta er rólyndislegt hús með stráþaki, að hluta til úr bindingsverki. Umhverfið er fagurt við ströndina. Þetta er dæmigerð lúxuskrá.

Vesterport, Fåborg, Fyn

Vesterport, Fåborg

Þegar við höfum drepið tímann yfir kaffi og borgað háan reikninginn, snúum við til baka til Fåborg. Þar stönzum við á Torvet til að skoða gamla götuhluta umhverfis Vesterport, í Vestergade, Holkegade og Østergade, alla í næsta nágrenni turnsins, sem er leifar af Sankt Nicolai kirke, við hlið bílastæðis okkar.

Næstu skref