5. Canal Grande – Ca’ d’Oro

Borgarrölt
Ca d'Oro, Feneyjar

Ca d’Oro

Ca’ d’Oro

Aðeins ofar, sömu megin er ein fegursta höll Feneyja, Gullhöllin.

Ca’ d’Oro er blúnduhöll frá 15. öld í gotneskum stíl, með þakskeggsprjónum, s-laga bogum að arabískum hætti og flóknum marmaraskreytingum. Framhliðin var upprunalega máluð í rauðu og bláu og skreytt gulllaufum, sem gáfu henni nafn.

Höllin er núna málverkasafn. Þar eru meðal annars verk eftir Mantegna og Sansovino, Carpaccio og Tiziano, Giorgione og Guardi.

Palazzo Sagredo

Palazzo Sagredo er aðeins ofar, sömu megin, rauðgul höll. 

Blanda af býzönskum og gotneskum stíl. Háar og grannar súlur annarrar hæðar eru býzanskar, en oddbogar og blúndugluggar þriðju hæðar eru gotneskir.

Næstu skref