5. Búðir – Arcades

Borgarrölt

Burlington Arcade

Burlington Arcade, London

Burlington Arcade

Áfram liggur leiðin eftir Piccadilly. Við lítum aðeins inn í Piccadilly Arcade, fallegt verzlanasund, sem liggur eins og Princess Arcade yfir til Jermyn Street. Síðan förum við yfir Piccadilly, þar sem nokkurn veginn andspænis er Burlington Arcade, fegursta og frægasta búðasund borgarinnar, frá 1815-19. Hugsaðu þér bara, ef Laugavegurinn liti svona út. Hér er mikill fjöldi þekktra smáverzlana í einstaklega notalegu og furðanlega rólegu umhverfi. Ekki dugir okkur minna en að ganga sundið fram og til baka.

Charbonnel et Walker

Royal Arcade, London

Royal Arcade

Komin úr Burlington Arcade göngum við enn nokkur skref suðvestur Piccadilly. Þar komum við að Old Bond Street og beygjum til hægri. Hérna megin götunnar á nr. 7 er diskó-klúbburinn Embassy (bls. 55). Aðeins lengra hinum megin, á nr. 28, er ein þekktasta konfektbúðin í borginni, Charbonnel et Walker, þar sem viðskiptavinir geta látið setja fangamark sitt á konfektmolana. Við verzlunina er enn eitt búðasundið, Royal Arcade.

Næstu skref