5. Istanbul – Ægisif

Borgarrölt
Istanbul - Aya Sofia mosaic

Mósaík í Ægisif

Þegar Ægisif og Bláa moskan eru bornar saman, finnst mörgum Bláa moskan vera stílhreinni og fegurri. Þá verður að hafa í huga, að Ægisif er tilraun, þúsund árum eldri en Bláa moskan. Stílfræði og verkfræði höfðu síðan fengið færi á að þroskast í þúsund ár, þegar Bláa moskan var reist.

Með vaxandi öfgum íslamisma í Tyrklandi undir auknu gerræði Erdogan forseta aukast líkur á, að Ægisif verði aftur breytt í mosku með banni við aðgangi trúvillinga á bænastundum. Bezt er að skoða dýrgripinn fyrr en síðar.

Næstu skref