49. Írland – Powerscourt

Borgarrölt
Russborough House, Írland

Russborough House

Russborough

Við förum R756 frá Glendalough yfir Wicklow-skarð til Hollywood, þar sem við beygjum til hægri á N81 og síðan til vinstri afleggjara til Russborough.

Russborough House er höll í palladískum endurreisnarstíl, reist 1740-1750, formföst að utan og ofurskreytt að innan. Gott málverkasafn er í höllinni. Aðgangur £2,50.

Powerscourt, Írland 2

Powerscourt

Powerscourt

Við förum aftur inn á N81, beygjum af honum til hægri R759 til Sally Gap, þar sem útsýni er gott í góðu skyggni, og fylgjum síðan vegvísum krókótta leið til Powerscourt Waterfall og Powerscourt Gardens.

Powerscourt Waterfall er tæpast foss samkvæmt íslenzkri skilgreiningu, heldur brattar flúðir, 122 metra háar. Hægt er að aka beint að fossinum. Aðgangur £1.

Powerscourt Gardens eru ræktaðir stallagarðar í formföstum stíl með gosbrunnum og terrazzo-tröppum í hlíð á móti suðri. Þetta eru einna þekktustu garðar Írlands. Höllin við garðana brann 1974. Aðgangur £2,50 (I2).

Frá Powerscourt ökum við stytztu leið til Dublin.

Lokið er ferð okkar um eitthundrað af helztu ferðamannastöðum Írlands. Við höfum þrætt þá upp á perlufesti, sem nær hringinn kringum landið. Og þar með lýkur leiðsögn.