471 milljarða tjón

Punktar

Tap þjóðarinnar á stöðugleikaframlagi slitabúa föllnu bankanna nemur 850 – 379 = 471 milljörðum króna. 850 milljarðarnir eru það, sem stöðugleikaskattur hefði gefið af sér, en útkoman í stöðugleikaframlaginu varð ekki nema 379 milljarðar.  Þetta er hið raunverulega heimsmet, sem ríkisstjórnin reynir að fela með því að slengja öðrum og óviðkomandi hlutum inn í dæmið. Samt liggur ekki fyrir neitt fjölþjóðlegt lögfræðiálit um áhættu af stöðugleikaskatti, þótt það hafi hingað til verið venja. Til dæmis í IceSave. Hvers vegna fer stjórnin í sjónhverfingar í stað þess að fylgja áætluninni? Líklega rekur hún erindi skuggabaldra á laun.