4634 börn

Punktar

Fátæk börn voru orðin 4634 talsins hér á landi í hittifyrra samkvæmt staðli Efnahags- og framfarastofnunarinnar. Fátækt barna hafði aukizt á einum áratug: Það er afleiðing stjórnarstefnu, sem heimtar gjald fyrir skólamat og þáttöku fólks í kostnaði, svo sem í heilbrigðisþjónustu. Afleiðing stefnunnar er, að sumir hafa ekki ráð á opinberri þjónustu og fara á mis við hana. Mikið er um einstæðar mæður og þar er að finna mest af fátækt barna á landinu. Vonandi eru kjósendur ekki orðnir svo harðlyndir, að þeir leyfi ríkisstjórninni að komast upp með þetta.