400.000 á mánuði

Punktar

Um 400.000 krónur á mánuði ættu að nægja fyrir öldunga, öryrkja og sjúklinga. Eftir skatta er upphæðin komin niður í 305.000 krónur. Þá er gert ráð fyrir, að heilsuþjónusta sé ókeypis eins og áður var. Einnig má gera ráð fyrir, að hækka þurfi lágmarkslaun í landinu upp í sömu tölu, 400.000 krónur fyrir skatta. Gera má ráð fyrir, að lífeyrissjóðir geti til að byrja með haldið áfram að leggja í ellipúkkið, þótt tilgangur þeirra sé að veita ábót á lágmarksframfærslu. Enginn þarf að efast um, að fé sé til fyrir þessu. Tugmilljarðar fara framhjá sköttum í skattaskjól og leiga á helztu auðlindum landsins fer enn framhjá útboðum.