4. Miðbær vestri – Piazza Campo dei Fiori

Borgarrölt
Piazza Campo di Fiori, Roma

Piazza Campo di Fiori

Piazza Campo dei Fiori

Frá höllinni göngum við til baka út á Farnese-torg, beygjum þar til hægri og förum út af torginu eftir Via dei Corda til Piazza Campo dei Fiori, sem er fjörlegur blóma- og grænmetismarkaður gamla miðbæjarins með þreytulegum húsum í kring. Á miðju torgi er stytta af Giordano Bruno munki, sem var brenndur á báli 1600 fyrir skoðanir sínar um, að jörðin væri ekki miðja alheimsins.

Þetta torg var miðja Rómar á 16. öld. Þar voru borgarhátíðir og aftökur. Þar mæltu menn sér mót og þar voru veitingahúsin, meðal annars krá Vanozzu Catanei, sem átti hin illræmdu systkini Cesare og Lucretia með páfanum Alexander VI Borgia. Kráin er við horn götunnar Vicolo del Gallo. Við suðurenda torgsins er eitt bezta kaffihús Rómar, Om Shanti.

Næstu skref