4. Inngangur – Hallir

Borgarrölt
Palazzo Ducale, Feneyjar 2

Palazzo Ducale, fremst Colonne di San Marco e San Teodoro

Hundruð halla þekja síkisbakka Feneyja. Þær snúa yfirleitt fögrum framhliðum að vatninu og einföldum bakhliðum að göngugötum. Oftast eru þær fjórar hæðir. Neðst voru vörugeymslur og skrifstofur. Þar fyrir ofan voru stofur á helztu glæsihæðinni, piano nobile. Þriðja hæðin var íbúðarhæð fjölskyldunnar og á fjórðu
hæð bjuggu þjónarnir.

Elztu og fegurstu hallir Feneyja eru frá 13. öld. Þær eru í býzönskum stíl með léttum og háum bogariðum á grönnum súlum, sem ná þvert yfir veizlustofuhæð framhliðarinnar. Palazzo Loredan er gott dæmi. Flestar eru gotnesku hallirnar, frá 13.-15.öld og einkennast of oddbogum, oddmjóum gluggum og blúndugluggum. Palazzo Foscari er gott dæmi um þennan stíl.

Frá 15.-16.öld eru þyngri hallir í endurreisnarstíl, samhverfar og mælirænar, með riffluðum súlum og kórinþskum súluhöfðum. Ca’Grande er gott dæmi. Frá 17. öld eru svo þunglamalegar hlaðstílshallir með ýktu skrautflúri og djúpum gluggum á framhliðum. Ca’Pesaro er gott dæmi um þann stíl.

Sjá meira