35 kílómetrar

Punktar

Ráðgerður Kjalvegur með bundnu slitlagi styttir leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar ekki um 47 kílómetra. Aðeins um 35 kílómetra, ef miðað er við að stytta núverandi leið á smákafla með því að færa hana frá Blönduósi að Svínavatni. Þetta eru 22 mínútur, ótrúlega lítill árangur af miklu róti. Er þá eftir að taka tillit til ósnortinna víðerna á Kili og Eyvindarstaðaheiði, sem verða þá ekki lengur ósnortin. Kjalvegur hinn nýi er þáttur í hamslausri árás mannsins á landið, sem hefur alið hann. Hroki nútímans sést þarna í sömu mynd og í eyðingu Vesturöræfa og Kringilsárrana.