34 upplýsingar um þig

Punktar

Bandaríkin og Evrópusambandið eru að gera samkomulag um, að allar þínar flugferðir fari í gagnabanka, þar sem skráðar eru 34 tegundir upplýsinga um þig. Þetta er gert á forsendum baráttunnar gegn glæpamönnum. Þegar bankinn er orðinn til, líður ekki á löngu áður en hann lekur til sérfróðra aðila, sem selja upplýsingar. Þá mun fjöldi manna geta rakið allar þínar ferðir. Þessi gagnasöfnun stríddi gegn lögum Evrópusambandsins, samkvæmt úrskurði Evrópudómstólsins. En nú hafa skriffinnar sambandsins fundið þá afsökun, að þetta sé þáttur í baráttu gegn hryðjuverkum.