3. Inngangur – Tivoli

Borgarrölt
Tivoli, Færgekroen, København

Tivoli, Færgekroen

Vorið er talið komið til Kaupmannahafnar, þegar hlið Tivoli eru opnuð 1. maí ár hvert. Þá flykkjast Danir og ferðamenn til að skemmta sér í þessum garði, sem tæpast á sinn líka í heiminum að fjölbreytni og hinu sérstaka danska fyrirbæri, sem kallast “hygge”.

Ekkert er líklegra til að dreifa streittu og eyða döpru geði en einmitt Tivoli. Staðurinn er svo magnaður áreynslulausri, danskri glaðværð, að hann ber höfuð og herðar yfir nafna sína og Disneylönd í öðrum löndum. Og hann er enn danskur, þótt ferðamenn setji líka svip á hann.

Frá 1843 hefur þessi merki skemmtigarður verið í hjartastað Kaupmannahafnar, ánægjulegur staður hvíldar og tilbreytingar, aðeins steinsnar frá umferðarþunga miðborgarinnar. Hér göngum við úr raunveruleikanum inn í furðulegan og fallegan ævintýraheim.

Gamli miðbærinn